top of page
ÞÝÐINGAR
SVO BERIST EKKI
BURT MEÐ VINDUM
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Mál og menning
1989
So the Wind Won´t Blow it All Away
eftir Richard Brautigan
Stríðinu er nýlega lokið. Drengur þvælist með fátækri móður sinni úr einum stað í annan. Minnisstæðastir verða dagarnir við tjörn eina í Oregon þar sem honum áskotnast ótal bjórflöskur sem hann selur, en þar sitja löngum óútskýrð hjón á stofusófa sínum og veiða leirgeddur. Drengnum líður seint úr minni dagurinn sem hann fer út að leika sér með riffilinn sinn, 17. febrúar 1948.
Þann dag tekur líf hans nýja stefnu.


SILUNGSVEIÐI Í
AMERÍKU
Þýðing og eftirmáli: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Hörpuútgáfa
1992
Trout fishing in America
eftir Richard Brautigan
Silungsveiði í Ameríku varð undir eins metsölubók þegar hún kom út í San Francisco árið 1967. Þetta sígræna skáldverk á ekki síður erindi við okkar tíma en þegar það birtist fyrst, því þekkt er að góðar bækur eiga sér mörg líf, hvert ætlað sínum tíma. Sagan er skrifuð af mikilli frásagnargleði, kímin og óútreiknanleg á köflum, en eins og í öðrum verkum Brautigans leynir sér ekki skuggadimmur undirtónninn.
VATNSMELÓNUSYKUR
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Uppheimar
1991
In Watermelon Sugar
eftir Richard Brautigan
Vatnsmelónusykur er saga um ást og svik í undarlegum heimi þar sem húsin eru gerð úr steinum og vatnsmelónusykri og sólin skín í ólíkum litum sérhvern dag.
