ÞÝÐINGAR
SVO BERIST EKKI
BURT MEÐ VINDUM
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Mál og menning
1989
So the Wind Won´t Blow it All Away
eftir Richard Brautigan
Stríðinu er nýlega lokið. Drengur þvælist með fátækri móður sinni úr einum stað í annan. Minnisstæðastir verða dagarnir við tjörn eina í Oregon þar sem honum áskotnast ótal bjórflöskur sem hann selur, en þar sitja löngum óútskýrð hjón á stofusófa sínum og veiða leirgeddur. Drengnum líður seint úr minni dagurinn sem hann fer út að leika sér með riffilinn sinn, 17. febrúar 1948.
Þann dag tekur líf hans nýja stefnu.


SILUNGSVEIÐI Í
AMERÍKU
Þýðing og eftirmáli: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Hörpuútgáfa
1992
Trout fishing in America
eftir Richard Brautigan
Silungsveiði í Ameríku varð undir eins metsölubók þegar hún kom út í San Francisco árið 1967. Þetta sígræna skáldverk á ekki síður erindi við okkar tíma en þegar það birtist fyrst, því þekkt er að góðar bækur eiga sér mörg líf, hvert ætlað sínum tíma. Sagan er skrifuð af mikilli frásagnargleði, kímin og óútreiknanleg á köflum, en eins og í öðrum verkum Brautigans leynir sér ekki skuggadimmur undirtónninn.
VATNSMELÓNUSYKUR
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Uppheimar
1991
In Watermelon Sugar
eftir Richard Brautigan
Vatnsmelónusykur er saga um ást og svik í undarlegum heimi þar sem húsin eru gerð úr steinum og vatnsmelónusykri og sólin skín í ólíkum litum sérhvern dag.


LITLA
SKÓLAHÚSIÐ
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Smásögur
Hörpuútgáfan
1995
The One Room Schoolhouse
eftir Jim Heynen
Jim Heynen hefur sent frá sér smásagnasöfn og einnig nokkrar ljóðabækur. Sögur hans njóta nú vaxandi vinsælda vestur í Bandaríkjunum. Litla skólahúsið er bók sem hvorki ungir né aldnir ættu að láta fram hjá sér fara.
TVÆR GAMLAR
KONUR
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Uglan
1995
Two Old Women
eftir Velma Wallis
Tvær gamlar indíánakonur eru yfirgefnar af ættflokki sínum á erfiðleikatímum. Þær búa sig undir dauðann en ákveða að snúa bökum saman og berjast. Þeim tekst að sýna að ellin býr yfir dýrmætri reynslu sem getur skilað betri árangri en kraftur æskunnar.


FUGLASTÚLKA OG
MAÐURINN SEM ELTI
SÓLINA
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Uglan
1997
Bird Girl and the Man
Who Followed the Sun
eftir Velma Wallis
Reynsla Fuglastúlku og Mannsins sem elti sólina verður ólík því sem aðrir Gwichinindíánar reyna. Þau eru bæði sjálfstæð, einþykk og leitandi. Fyrir þessa eiginleika greiða þau dýrt, hvort í sínu lagi. En þau öðlast líka innsýn í hluti sem ættingja þeirra gæti ekki dreymt um.
ÉG HEITI ARAM
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Smásögur
Uglan
1997
My Name is Aram
eftir William Saroyan
Bókin er safn 14 smásagna sem segja frá lífi bandarískra nýbúa af armenskum uppruna. Sögupersónurnar eru bæði af fyrstu og annarri kynslóð nýbúa og lýst er bæði sterkri eigin menningu þeirra og eins viljanum til að bjarga sér í nýju landi.


UPPVÖXTUR
LITLA TRÉS
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Mál og menning
1999
The Education of Little Tree
eftir Forrest Carter
Litla tré er kynblendingur af ættum Séróka-indíána sem leitar skjóls í fjallakofa afa síns og ömmu þegar hann stendur uppi munaðarlaus, fimm ára gamall, við upphaf heimskreppunnar miklu. Þar kynnist hann siðum og menningararfi indíána og lærir að horfa á heiminn með augum þeirra.
AÐ SNÚA AFTUR
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Ljóð
Mál og menning
2000
Ljóðaúrval
Margir höfundar.
Höfundarnir eiga það m.a. sameiginlegt að þótt flestir þeirra séu löngu viðurkenndir meðal helstu skálda í sínum löndum, hafa fá ljóð verið þýdd eftir þá á íslensku hingað til. Allar eru þýðingarnar gerðar af þeirri dæmafáu vandvirkni og ljóðrænu gáfu sem einkennir verk Gyrðis Elíassonar.


DRENGURINN Í
MÁNATURNI
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Mál og menning
2001
The boy from the Tower of the moon
eftir Anwar Accawi
Minningar drengs úr þorpinu Mánaturni í Líbanon þar sem tíminn hafði aldrei skipt máli. Í fjörugri og fyndinni frásögn lýsir hann því hvernig galdratækin, útvarpið, síminn og svarti vagninn, sem enga hesta þurfti til að draga, gjörbreyta veröld þorpsbúa.
ENDASTÖÐIN
SÍÐASTA ÆVIÁR TOLSTOJS
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Mál og menning
2002
The last station
eftir Jay Parini
Snillingurinn Leo Tolstoj er umkringdur fjölskyldu og lærisveinum á sveitasetri sínu. Í veröld hans togast á hugsjónir og veruleiki, annars vegar þráin eftir óbrotnu og einföldu lífi einsetumannsins, hins vegar óhamin gleði lífsnautnanna.


SÖGUMAÐURINN NATALÍ
OG HESTURINN HANS
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Bjartur
2003
Naftali the storyteller and his horse
eftir Isaac Bashevis Singer
Sögumaðurinn Naftalí og hesturinn hans er sígild barnasaga eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn Isaac Bashevis Singer sem birtist hér í vandaðri þýðingu
Gyrðis Elíassonar.
GEÐBILUN Í ÆTTINNI
OG FLEIRI SÖGUR
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Smásögur
Mál og menning
2004
Madness in the family and other stories
eftir William Saroyan
Geðbilun í ættinni og fleiri sögur er eitt kunnasta verk Williams Saroyan, eins þekktasta og áhrifamesta rithöfundar Bandaríkjanna. Í sögunum togast á tregi og gleði, hið hárfína jafnvægi gamans og alvöru, sem er helsta einkenni sagna Saroyans, er hér fínstilltara en í flestum öðrum verkum hans.


FÓLKIÐ SEM GAT
EKKI DÁIÐ
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Uppheimar
2005
Tuck everlasting
eftir Natalie Babbitt
Þessi saga kom út í Bandaríkjunum árið 1975 og hefur síðan unnið hug og hjarta allra þeirra sem hafa lesið hana, hver sem aldurshópurinn er. Bókin er allt í senn, spennandi, hugljúf, áleitin og sorgleg.
ÓGÆFUSAMA KONAN
FERÐALAG
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Uppheimar
2006
An unfortunate woman
eftir Richard Brautigan
Frumlegur stíll og ísmeygilegur húmor einkennir þessa sögu sem hefur undirtitilinn „ferðalag“ og er skráð sem dagbók ferðalangs. Léttleikandi frásögn og ljóðræn dýpt.


FLAUTULEIKUR
ÁLENGDAR
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Ljóð
Uppheimar
2008
Ljóðaúrval
Margir höfundar
Flautuleikur álengdar er safn þýddra ljóða eftir samtímahöfunda frá Evrópu og Norður Ameríku. Mörg þessara skálda eru þekkt og viðurkennd, bæði í heimalöndum sínum og utan þeirra, en fæst þeirra hafa þó verið þýdd á íslensku áður.
TUNGLIÐ BRAUST
INN Í HÚSIÐ
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Ljóð
Uppheimar
2013
Ljóðaúrval
Margir höfundar
VERÐLAUN
Íslensku þýðingarverðlaunin 2012
Tunglið braust inn í húsið er viðamikið safn ljóða eftir 36 skáld víðsvegar að úr heiminum. Það elsta, kínverska skáldið Tao Tsien, var uppi á fjórðu öld en það yngsta, bandaríska skáldkonan Jane Hirshfield, er fædd 1953. Gyrðir Elíasson, kynnir hér úrval skálda og ljóða sem fléttast listilega saman við hans eigin skáldskap.


HVERNIG ÉG
KYNNTIST FISKUNUM
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Uppheimar
2011
How I Came to Know Fish
eftir Ota Pavel
Rómað verk sem leikur á mörkum skáldsagna- og smásagnagerðar og segir af ævintýralegum veiðiferðum Poppers sölufulltrúa og Proseks ferjumanns, af vatnakörfum sem fóðraðir eru á maltkorni og dádýrshjörtum sem ruggað er í barnavögnum.
LISTIN AÐ
VERA EINN
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Ljóð
Dimma
2014
Ljóðaúrval
eftir Shuntaro Tanikawa
VERÐLAUN
Íslensku þýðingarverðlaunin 2015
Þýðingar Gyrðis Elíassonar á ljóðum japanska skáldsins Shuntaro Tanikawa, sem er talinn eitt af helstu núlifandi skáldum Asíu. Safnið inniheldur sýnishorn frá öllum æviskeiðum Tanikawa, allt fram á síðustu ár.


LÍF Á MEÐAL
VILLIMANNA
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Dimma
2015
Life among the savages
eftir Shirley Jackson
Líf á meðal villimanna er sérstæð frásögn sem lætur lítið yfir sér í fyrstu. Undir lygnu yfirborði ísmeygilegrar gamansemi, leynist hárfín ádeila á mannlegt samfélag.
SORGIN Í
FYRSTU PERSÓNU
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Ljóð
Dimma
2017
Ljóðaúrval
eftir Ko Un
Úrval ljóða eftir eitt helsta skáld Suður-Kóreu.
Ko Un hefur á löngum ferli sent frá sér tugi ljóðabóka, en að auki fengist við aðrar greinar ritlistar. Í seinni tíð hefur nafn hans oft borið á góma í tengslum við Bókmenntaverðlaun Nóbels. Verk hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála, og þau notið vaxandi athygli um heim allan, enda verður kveðskapur hans að teljast á ýmsan hátt einstakur.


BIRTAN YFIR ÁNNI
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Ljóð
Dimma
2017
Ljóðaúrval
Margir höfundar.
Birtan yfir ánni er yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík en endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar.
GRAFREITURINN
Í BARNES
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Skáldsaga
Dimma
2023
The cemetery in Barnes
eftir Gabriel Josipovici
Þessi stutta en seiðmagnaða skáldsaga gerist á þremur ólíkum sviðum og kemur lesandanum oftar en ekki í opna skjöldu. Þrátt fyrir lágstemmdan stíl á yfirborðinu er ólgandi og stundum ógnvekjandi undiralda í verkinu.


Í LANDI SÁRSAUKANS
Þýðing: Gyrðir Elíasson
Endurminningar
Dimma
2024
La doulou
eftir Alphonse Daudet
Í landi sársaukans, birtist fyrst mörgum áratugum eftir lát höfundarins.Um er að ræða einskonar dagbókarskrif þar sem hann lýsir líðan sinni og í raun áralangri baráttu við banvænan sjúkdóm sem herjaði ekki síst á hina frjálslyndu listamenn fyrr á tímum..
UNDIR EPLATRÉNU
Þýðing og formáli: Gyrðir Elíasson
Ljóð
Dimma
2024
Ljóðaúrval
eftir Olav H. Hauge
TILNEFNING
Íslensku þýðingarverðlaunin 2024
Úrval ljóða eftir eitt helsta skáld Norðmanna á liðinni öld. Látlaus og hrífandi skáldskapur í einstaklega vönduðum íslenskum búningi Gyrðis Elíassonar, sem einnig ritar formála. Verk Hauges hafa ratað víða og hér eru saman komin mörg þeirra ljóða sem hafa borið hróður hans langt út fyrir heimaslóðirnar.
