top of page

SKÁLDSÖGUR

GANGANDI ÍKORNI

Skáldsaga

Mál og menning

1987

​​

Sögusvið og persónur virðast í fyrstu hefðbundin, ungur drengur í afskekktri sveit hjá öldruðum hjónum, kaupstaðarferð, læknisvitjum, búverk. En lesandi finnur brátt einkennilega fjarlægð í þessu nána sambýli, eitthvað órætt bærist með drengnum.​​​​​​​​​​

Gangandi Íkorni Gyrðir Elíasson
Svefnhjólið Gyrðir Elíasson

SVEFNHJÓLIÐ

NÆTURLUKTIN

Skáldsaga

Mál og menning

2001

​​

​​

Næturluktin er sjálfstætt framhald fyrstu skáldsögu Gyrðis, Gangandi íkorna, sem kom út 1987, og vakti mikla athygli.​​

Næturluktin Gyrðir Elíasson
hotelsumar Gyrðir Elíasson

HÓTELSUMAR

Skáldsaga
Mál og menning
2003






Eftir erfiðan skilnað snýr sögumaður aftur í fæðingarbæ sinn og í náttbirtu sumarsins reynir hann að ná sambandi við sjálfan sig að nýju. Á vegi hans verða svipir úr fortíð og hann þarf að takast á við tilfinningar sem eru í senn óræðar, margbrotnar og mótsagnakenndar.

SANDÁRBÓKIN
pastoralsónata

Skáldsaga

Uppheimar

2007

Fráskilinn málari sest að í hjólhýsabyggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré. Hann hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í lífinu og dvöl hans í þessari sérkennilegu byggð er öðrum þræði hugsuð til að freista þess að öðlast hugarró. Ýmislegt reynist þó standa í veginum.​​

sandarbokin Gyrðir Elíasson
sudurglugginn Gyrðir Elíasson

SUÐURGLUGGINN

Skáldsaga
Uppheimar
2012




TILNEFNING
Íslensku
bókmenntaverðlaunin 2012
 

Rithöfundur dvelur í sumarhúsi vinar síns í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu – verk sem stöðugt neitar að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa. Honum verður lítið úr verki og ritvélin stendur óhreyfð dögum saman.

SORGARMARSINN

Skáldsaga

Dimma

2018

TILNEFNING

Frönsku

Médicis-verðlaunin 2022

​​

Sorgarmarsinn segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. 

Sorgarmarsinn Gyrðir Elíasson
2024 VEFSÍÐUGERÐ OG UMSJÓN: NÖKKVI ELÍASSON
bottom of page