SKÁLDSÖGUR
GANGANDI ÍKORNI
Skáldsaga
Mál og menning
1987
Sögusvið og persónur virðast í fyrstu hefðbundin, ungur drengur í afskekktri sveit hjá öldruðum hjónum, kaupstaðarferð, læknisvitjum, búverk. En lesandi finnur brátt einkennilega fjarlægð í þessu nána sambýli, eitthvað órætt bærist með drengnum.


SVEFNHJÓLIÐ
Skáldsaga
Mál og menning
1990
TILNEFNING
Íslensku
bókmenntaverðlaunin 1990
Ungur maður flytur með lúna ferðatösku og ritvél inn í gamalt sumarhús í litlu þorpi. Fljótlega fara undarlegir atburðir að gerast, hann dreymir furðulega, sér sæskrímsli og er ítrekað álitinn draugur, afturgenginn, eða jafnvel skyldur gömlum draugum.
NÆTURLUKTIN
Skáldsaga
Mál og menning
2001
Næturluktin er sjálfstætt framhald fyrstu skáldsögu Gyrðis, Gangandi íkorna, sem kom út 1987, og vakti mikla athygli.


HÓTELSUMAR
Skáldsaga
Mál og menning
2003
Eftir erfiðan skilnað snýr sögumaður aftur í fæðingarbæ sinn og í náttbirtu sumarsins reynir hann að ná sambandi við sjálfan sig að nýju. Á vegi hans verða svipir úr fortíð og hann þarf að takast á við tilfinningar sem eru í senn óræðar, margbrotnar og mótsagnakenndar.
SANDÁRBÓKIN
pastoralsónata
Skáldsaga
Uppheimar
2007
Fráskilinn málari sest að í hjólhýsabyggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré. Hann hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í lífinu og dvöl hans í þessari sérkennilegu byggð er öðrum þræði hugsuð til að freista þess að öðlast hugarró. Ýmislegt reynist þó standa í veginum.
.jpg)

SUÐURGLUGGINN
Skáldsaga
Uppheimar
2012
TILNEFNING
Íslensku
bókmenntaverðlaunin 2012
Rithöfundur dvelur í sumarhúsi vinar síns í grennd við lítið þorp og glímir við að skrifa skáldsögu – verk sem stöðugt neitar að taka á sig þá mynd sem höfundurinn leitast við að skapa. Honum verður lítið úr verki og ritvélin stendur óhreyfð dögum saman.
SORGARMARSINN
Skáldsaga
Dimma
2018
TILNEFNING
Frönsku
Médicis-verðlaunin 2022
Sorgarmarsinn segir af manni sem öðrum þræði fæst við textagerð en hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum.
