SMÁSÖGUR
BRÉFBÁTARIGNINGIN
Smásögur
Mál og menning
1988
TILNEFNING
Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 1990
Sögur verksins eru fjórar og mynda sagnasveig þar sem andrúmsloftið er sveipað rómantískri hulu bernskusýnar og nostalgíu; það er hversdagslegt og á tíðum kómískt en um leið draumkennt, undarlegt og stundum ógnvekjandi.
.jpg)

HEYKVÍSL
OG GÚMMÍSKÓR
Smásögur
Mál og menning
1991
BÓKATVENNA
Bókin var gefin út samhliða ljóðabókinni
Vetraráform um sumarferðalag
Köttur á heitu þaki í regnþorpi, gömul kona sem deyr og flýgur burt í samfylgd fugla, prestur sem safnar undarlegum blöðum, drengur sem drukknaði á Snæfellsnesi, hrútur sem var ónotalegur með víni og stangaði fólk, fyrsti meðaladraugur á Íslandi.
Þetta eru undarleg ævintýri, tuttugu og ein smásaga, mörg hver örstutt, en allar magnaðar þeim seið sem lesendur þekkja af fyrri bókum höfundar.
TREGAHORNIÐ
Smásögur
Mál og menning
1993
TILNEFNING
Evrópsku
smásagnaverðlaunin 1989
Tuttugu og fjórar smásögur þar sem stíll Gyrðis nýtur sín í hvívetna. Með örfáum málsgreinum tekst honum að hrífa lesandann með í sinn sérstæða sagnaheim.


KVÖLD Í LJÓSTURNINUM
Smásögur
Mál og menning
1995
Þetta er safn tuttugu og tveggja sagna þar sem höfundurinn beitir stílgaldri og sérstöku innsæi til að skrifa sögur sem velflestar gerast á mörkum þeirra tveggja heima sem afmarka tilveru Íslendinga.
VATNSFÓLKIÐ
Smásögur
Mál og menning
1997
Íslensku bókmenntaverðlaunin 1997
Vatnsfólkið hefur að geyma 25 nýjar sögur. Sameiginlegan eiga þær þann heim trega og vonar sem einkennir jafnan sögur Gyrðis, þar sem svo margt er í senn bæði kunnuglegt og framandi. Ekkert er sem sýnist og undir kyrru yfirborði kraumar kynleg spenna. Hér stíga fram persónur sem eiga sér rætur í raunveruleikanum, t.d. William Morris og Guðrún frá Lundi, en í skáldlegri ummyndun Gyrðis verða þær sérkennilega raunsannar og minnisstæðar.


GULA HÚSIÐ
Smásögur
Mál og menning
2000
VERÐLAUN
Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 2000
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2000
TILNEFNING
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2002
Þetta verk Gyrðis geymir safn fjölbreyttra og einkar vel skrifaðra smásagna. Í sumum sagnanna renna saman draumur og veruleiki með áhrifamiklum hætti, þannig að allt virðist mögulegt og í öðrum vinnur höfundur eftirminnilega úr íslenskri þjóðtrú. Á stundum vekja smásögurnar óhugnað með lesandanum, en aðrar einkennast af lágstemmdri kímni.
STEINTRÉ
Smásögur
Mál og menning
2005
TILNEFNING
Frank O’Connor alþjóðlegu smásagnaverðlaunin 2009
Tuttugu og fjórar sögur. Gyrðir dregur fram stórar sögur í fáum línum, skapar andrúms-loft sem er svo nákomið lesandanum að hann skynjar hvert blæbrigði, lit og ilm. Og um leið opnar hann sýn inn í heima þar sem fjallað er um stórar spurningar um líf og dauða, um hamingju mannanna, vonir þeirra og drauma.


MILLI TRJÁNNA
Smásögur
Uppheimar
2009
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2009
VERÐLAUN
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011
BÓKATVENNA
Bókin var gefin út samhliða ljóðabókinni
Nokkur almenn orð um kulnun sólar
Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra smásagna. Hér bregður fyrir líkt og áður ýmiskonar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminningum og framtíðarsýnum, auk þeirrar ísmeygilegu fyndni sem lesendur þekkja úr fyrri verkum.
KOPARAKUR
Smásögur
Dimma
2014
TILNEFNING
Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014
BÓKATVENNA
Bókin var gefin út samhliða smáprósunum Lungnafiskarnir
Sögurnar í Koparakri eru fæstar af stóratburðum eða yfirdrifnum tilfinningum. Yfir þeim flestum hvílir róleg stemning, stundum svolítið þung á yfirborðinu. Þetta eru ekki ágengar sögur en þær halda áfram að leita á mann að lestri loknum. Margar sagnanna vísa í aðra texta Gyrðis og í smáprósabókina Lungnafiska sem kemur út samhliða.

