AÐRAR ÚTGÁFUR
HAUGROF
Ljóðasafn
Mál og menning
1987
Í þessu safni er að finna endurskoðaða útgáfu bókanna Svarthvít axlabönd, Bakvið maríuglerið og Blindfugl/Svartflug.


SVEFNHJÓLIÐ
Skáldsaga
Endurútgáfa í kilju
Mál og menning
1990
Svefnhjólið er önnur skáldsaga Gyrðis Elíassonar, og líkt og Gangandi íkorni var einskonar fantasía, er Svefnhjólið einskonar draugasaga. Ungur maður flytur með lúna ferðatösku og ritvél inn í gamalt sumarhús í litlu þorpi. Fljótlega fara undarlegir atburðir að gerast, hann dreymir furðulega, sér sæskrímsli og er ítrekað álitinn draugur, afturgenginn, eða jafnvel skyldur gömlum draugum. Sjálft svefnhjólið er mótorhjól sem hann ferðast um nágrennið á, en stundum ferðast hann án þess, því hann á það til að sofna á einum stað og vakna annarsstaðar. Í ljós kemur að ekki er allt sem sýnist.
BRÉFBÁTARIGNINGIN
Smásögur
Endurútgáfa í kilju
Mál og menning
1991
Bréfbátarigningin er með fyrstu prósaverkum Gyrðis Elíassonar, kom út árið 1988 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs tveimur árum síðar. Sögur verksins eru fjórar og mynda sagnasveig þar sem andrúmsloftið er sveipað rómantískri hulu bernskusýnar og nostalgíu; það er hversdagslegt og á tíðum kómískt en um leið draumkennt, undarlegt og stundum ógnvekjandi.


TRÉSMÍÐI Í EILÍFÐINNI
OG FLEIRI SÖGUR
Smásögur
Mál og menning
1998
Kristján B. Jónasson ritaði eftirmála.
Bókin hefur að geyma 37 smásögur - úrval úr fimm fyrstu smásagnasöfnum Gyrðis. Allt frá því Bréfbátarigningin kom út árið 1988 hefur Gyrðir lagt rækt við hið vandasama form smásögunnar og auðgað það með sínum sérstaka frásagnarhætti og fágaða stíl. Þessi bók endurspeglar afar vel þróunina í smásagnagerð Gyrðis og er því kjörin fyrir þá sem vilja kynnast betur verkum hans.
UNDIR LESLAMPA
Ritgerðasafn
Bjartur
2000
Í þessari bók birtast ritgerðir Gyrðis Elíassonar um ýmsa höfunda, íslenska og erlenda, sem hafa náð mismikilli frægð fyrir ritstörf sín. Allt eru þetta skálds sem hafa haft áhrif á Gyrði og skáldskap hans. Rithöfundarnir sem Gyrðir tekur til umfjöllunar eru Stefán Jónsson, Þórbergur Þórðarson, Skúli Guðjónsson, Hannes Sigfússon, Jóhann Magnús Bjarnason, Guðmundur Frímann, Richard Brautigan, Bruno Schultz, John Cowper Powys, William Sarayan, Forest Carter og George Mackey Brown.


GANGANDI ÍKORNI
OG NÆTURLUKTIN
Skáldsaga
Mál og menning
2006
Gangandi íkorni eftir Gyrði Elíasson kom fyrst út árið 1987 og vakti strax mikla athygli. Hin magnaða saga af drengnum Sigmari og sveitadvöl hans hjá eldri hjónum markaði viss tímamót í íslenskum bókmenntum. Næturluktin, sjálfstætt framhald sögunnar, kom svo út árið 2001 og var einnig afar vel tekið. Hér koma báðar sögurnar saman í einni kilju, ásamt ítarlegum eftirmála Valgerðar Brynjólfsdóttur.
SANDÁRBÓKIN
pastoralsónata
Skáldsaga
Endurútgáfa í kilju
Uppheimar
2007
Fráskilinn málari sest að í hjólhýsabyggð og hyggst einbeita sér að því að mála tré. Hann hefur orðið fyrir ýmsum skakkaföllum í lífinu og dvöl hans í þessari sérkennilegu byggð er öðrum þræði hugsuð til að freista þess að öðlast hugarró. Ýmislegt reynist þó standa í veginum.


OKKURGULUR SANDUR
Margir höfundar
Ritgerðarsafn
Uppheimar
2010
10 ritgerðir um skáldskap Gyrðis Elíassonar. Ritgerðasafninu er ætlað að varpa ljósi á ólíka þætti í höfundarverki Gyrðis Elíassonar á aðgengilegan og fræðandi (en ekki endilega fræðilegan) hátt, út frá þeirri meginspurningu hver lestrarupplifun okkar sé af verkum svo sérstæðs höfundar. Greinahöfundar hafa allir fylgt rithöfundarferli Gyrðis eftir um árabil, og leggja nú á djúpið í fyrsta heildstæða verkinu sem helgað er skáldskap hans.
NOKKUR LJÓÐ
Ljóðasafn
Félag íslenskra bókaútgefenda
2012
Tilefni útgáfu:
Stóra upplestrarhátíðin 2012


LJÓÐAÚRVAL
1983-2012
Ljóðasafn
Dimma
2015
Hér birtist úrval ljóða Gyrðis frá 30 ára tímabili, allt frá Svarthvítum axlaböndum til Hér vex enginn sítrónuviður.
MILLI TRJÁNNA
Smásögur
Endurútgáfa í kilju
Dimma
2016
Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra smásagna. Bókin hefur hlotið einróma lof og færði Gyrði Elíassyni Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011.


GANGANDI ÍKORNI
Skáldsaga
Endurútgáfa í kilju
Dimma
2017
Gangandi íkorni markaði afgerandi tímamót á ferli Gyrðis Elíassonar þegar sagan kom fyrst út haustið 1987. Að margra dómi gegnir verkið einnig lykilhlutverki í íslenskri bókmenntasögu og það hefur borið hróður höfundarins langt út fyrir landsteinana. Þess ber einnig að geta að rætur sögunnar ná enn lengra aftur.
BRÉFBÁTARIGNINGIN
Smásögur
Endurútgáfa í kilju
Forlagið
2024
Halldór Guðmundsson ritaði eftirmála.
Bréfbátarigningin er með fyrstu prósaverkum Gyrðis Elíassonar, kom út árið 1988 og var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs tveimur árum síðar. Sögur verksins eru fjórar og mynda sagnasveig þar sem andrúmsloftið er sveipað rómantískri hulu bernskusýnar og nostalgíu; það er hversdagslegt og á tíðum kómískt en um leið draumkennt, undarlegt og stundum ógnvekjandi.


LJÓÐASAFN 1
Ljóðasafn
Dimma
2024
Fimm fyrstu ljóðabækur Gyrði, sem hafa verið ófáanlegar um áratuga skeið, eru hér saman komnar í einu bindi og marka upphafið að vönduðum endurútgáfum verka skáldsins. Hér birtast Svarthvít axlabönd, Tvíbreitt (svig)rúm, Einskonar höfuðlausn, Bakvið maríuglerið og Blindfugl/svartflug. Ómissandi í safn allra bókaunnenda.
HÓTELSUMAR
Skáldsaga
Endurútgáfa
Dimma
2024
Skáldsaga sem var einskonar forsmekkur að hinum rómaða þríleik, Sandárbókinni, Suðurglugganum og Sorgarmarsinum. Í Hótelsumri snýr sögumaður aftur á heimaslóðir eftir erfiðan skilnað og reynir að ná sambandi við sjálfan sig að nýju. Bókin hefur lengi verið ófáanleg en kemur nú út í nýrri ritröð af verkum höfundarins.

