SMÁPRÓSAR
LUNGNAFISKARNIR
Smáprósar
Dimma
2014
BÓKATVENNA
Bókin var gefin út samhliða smásögunum
Koparakur
Lungnafiskarnir er safn smáprósa, oft ekki nema tæp blaðsíða að lengd og þeir eru ólíkir flestu því sem Gyrðir hefur skrifað áður. Hér sleppir hann fram af sér beislinu og leyfir húmornum, kol-svörtum og undirfurðulegum, að njóta sín til fulls. Húmor Gyrðis hefur alltaf minnt svolítið á húmor Franz Kafka. Hann er næstum ósýnilegur, en þegar maður hefur einu sinni komið auga á hann verður ekki aftur snúið.


LANGBYLGJA
Smáprósar
Dimma
2016
Framsækin sagnalist Gyrðis Elíassonar hefur
borið hróður hans víða. Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði. Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna.
ÞÖGLU
MYNDIRNAR
Smáprósar
Dimma
2022
BÓKATVENNA
Bókin var gefin út samhliða smáprósunum
Pensilskrift
Í sagnaveröld Gyrðis Elíassonar getur allt gerst. Í þessu tímamótaverki sem geymir 377 smáprósa rúmast ógrynni af persónum, sögum, þankabrotum, atburðum og hvers kyns spunaþráðum. Áföll og eftirsjá, fyrir-boðar og feigð, ógn og eftirvænting, ást og andstæður. Tveggja binda lestrarupplifun sem hægt er að gleyma sér við í tíma og ótíma.

