top of page
gyrdir heima.jpg

GYRÐIR ELÍASSON

 - LJÓÐSKÁLD OG RITHÖFUNDUR - 

Ljósmynd: Nökkvi Elíasson

BÆKUR

SKÁLDSÖGUR

sandarbokin

LJÓÐ

nokkur almenn ord um kulnun solar

SMÁSÖGUR

gula husid

SMÁPRÓSAR

Þöglu myndirnar

ERLENDAR ÚTGÁFUR

utsyn fra sorglaset

ÞÝÐINGAR

grafreiturinn i barnes

AÐRAR ÚTGÁFUR

Gangandi ikorni

VELJIÐ VIÐKOMANDI FLOKK TIL AÐ SJÁ MEIRA

Books

FRÉTTIR

19. desember 2024

Gyrðir Elíasson hlýtur tilnefningu til íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir bókina Undir eplatréinu eftir Olav H. Hauge. Gyrðir fer fimum fingrum um verk hins norska skáldbróður síns. Það er mikill fengur í þýðingum Gyrðis sem enn einu sinni beitir sínu einstaka innsæi og orðlist við þýðinguna.

thyngaverdlaun2024.jpg

1. desember 2024

Nú er skáldsagan Sorgarmarsinn kominn út í Tékklandi í þýðingu Marta Bartošková. Útgefandi er sem fyrr Kalich. Áður útgefnar bækur á tékknesku eftir Gyrði eru: Sandárbókin, Milli trjánna, Koparakur og Suðurglugginn.

Smutecni Pochod.jpg

29. nóvember 2024

Þrjár nýjar útgáfur af verkum Gyrðis Elíassonar eru komnar í bókaverslanir. Hluti af nýrri ritröð sem nú er hleypt af stokkunum! Ljóðasafn I geymir 5 fyrstu bækur skáldsins, Hótelsumar er skáldsaga sem lengi hefur verið ófáanleg og Sandárbókin á sér marga aðdáendur, og hefur komið út á fjölda tungumála.

Ljódasafn I

17. október 2024

Úrval úr ljóðatvennu Gyrðis frá síðasta ári er komið út á sænsku í þýðingu Johns Swedenmark og nefnist DEN OSYNLIGA STJÄRNAN. Bókaforlagið Pequod gefur út.

Den Osynliga stjarnan

Gyrðir tekur við Tranströmer-verðlaununum 2024

Gyrðir Elíasson tók við hinum virtu Tranströmerverðlaununum á bókmenntahátíðinni í Västerås í Svíþjóð í dag.  Tranströmer-verðlaunin voru stofnsett til heiðurs ljóðskáldinu Tomas Tranströmer. Verðlaunin eru veitt annað hvert ár og er verðlaunaféð 200.000 sænskar krónur.

Transtomer verðlaunin Gyrðir

12. október 2024

11. október 2024

Þöglu myndirnar og Pensilskrift komnar út á dönsku

Smáprósatvenna Gyrðis, Þöglu myndirnar og Pensilskrift, er komin út á dönsku í þýðingu Eriks Skyum-Nielsen. Jensen & Dalgaard. Lofsamleg umfjöllun birtist á forsíðu Weekendavisen fyrir nokkrum dögum!

Stumfilmene
Penselskrift

Undir eplatréinu - ljóðaúrval eftir Olav H. Hauge, eitt þekktasta skáld Norðmanna á liðinni öld er komið út og fæst í öllum helstu bókabúðum. Einnig hægt að panta beint frá DIMMU.
Gyrðir Elíasson þýddi þetta safn ljóða og ritaði einnig inngang um skáldið sem hann hefur lengi haft mætur á.

Undir eplatréinu

10. október 2024

Hin rómaða ljóðatvenna Gyrðis Elíassonar Dulstirni / Meðan glerið sefur er nýkomin út á færeysku í þýðingu Martins Næs.

Bókaútgáfan Sprotin gefur út. Sjá nánar hér að neðan.

Gyrðir Elíasson: Meðan glerið svevur og Stjørnulýsi - Sprotin.fo

20. maí 2024

Rétt í morgunsárið var tilkynnt að Gyrðir Elíasson hljóti þessi virtu ljóðaverðlaun og segir í rökstuðningi valnefndar að „ljóð hans hafi með glettni og undrun varðveitt þúsundir augnablika þar sem tilveran er fallvölt“.

Tranströmerverðlaunin voru stofnsett 1997 af bænum Västerås í Svíþjóð til til heiðurs ljóðskáldinu Tomas Tranströmer sem þar var búsettur frá 1965 til 2000. Verðlaunin eru veitt annaðhvert ár og er verðlaunaféð 200.000 sænskar krónur. 

Gyrðir Elíasson hlýtur ljóðabókaverðlaunin Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2023, Dulstirni / Meðan glerið sefur. Verðlaunin voru afhent í dag í Þjóðarbókhlöðunni, en að þeim standa Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn-Háskólabókasafn.

Sýning á verðlaunaverkinu og öðrum verkum skáldsins var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni af þessu tilefni.

Maistjarnan.jpg

15. maí 2024

In The Press

UM SKÁLDIÐ

Gyrðir Elíasson

Gyrðir Elíasson (fæddur 4. apríl 1961)

er íslenskur rithöfundur, ljóðskáld, þýðandi og málari. Hann hefur hlotið fjölmörg verðlaun og tilnefningar bæði heima og erlendis, þar á meðal Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir smásagna-safnið Milli trjánna og Íslensku bókmenntaverðlaunin árið  2000 fyrir Gula húsið. Hann er austfirðingur að uppruna en ólst upp á Sauðár-króki og er nú búsettur í Garði. Gyrðir gaf út fyrstu ljóðabók sína, Svarthvít axlabönd, árið 1983 og fyrsta skáldsagan, Gangandi íkorni, kom út 1987. Gyrðir er annálaður stílisti og eru bækur hans oft dul-rænar og fullar af lúmskri kímni. Á fjörutíu ára ritferli hefur hann sent frá sér 43 frumsamdar bækur og 25 þýðingar á íslensku. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á fjölmörgum tungumálum. Auk ritlistar hefur Gyrðir um árabil fengist við myndlist og hélt sína fyrstu einka-sýningu sem vakti mikla athygli vorið 2024.

Bio

VERÐLAUN OG TILNEFNINGAR

Tilnefning: Evrópsku smásagnarverðlaunin 1989 fyrir söguna

Konan með grösin„ úr Tregahornið.

Tilnefning: Íslensku bókmenntaverðlaunin 1990 fyrir

Svefnhjólið.

 

Tilnefning: Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1990 fyrir

Bréfbátarigningin.

Stílverðlaun Þorbergs Þórðarsonar 1991.

Tilnefning: Íslensku bókmenntaverðlaunin 1992 fyrir

Mold í skuggadal.

Rithöfundasjóður Ríkisútvarpsins 1995.

Tilnefning: Íslensku bókmenntaverðlaunin 1996 fyrir

Indíánasumar.

Menningarverðlaun DV 1997 fyrir

Indíánasumar.

Tilnefning: Íslensku bókmenntaverðlaunin 1997 fyrir Vatnsfólkið.

Bjartsýnisverðlaun Bröste 1998.

Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 2000 fyrir

Gula húsið.

Íslensku bókmenntaverðlaunin 2000 fyrir

Gula húsið.​​

Tilnefning: Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2002 fyrir

Gula húsið.

Tilnefning: Íslensku bókmenntaverðlaunin 2003 fyrir

Tvífundnaland.

Tilnefning: Íslensku bókmenntaverðlaunin 2009 fyrir

Milli Trjánna.

Tilnefning: Frank O’Connor alþjóðlegu smásagnaverðlaunin 2009 fyrir

Steintré​​

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011 fyrir

Milli trjánna.

Tilnefning: Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012 fyrir Suðurglugginn.

Íslensku þýðingarverðlaunin 2012 fyrir

Tunglið braust inn í húsið.

Tilnefning: Íslensku bókmenntaverðlaunin 2014 fyrir Koparakur.

Íslensku þýðingarverðlaunin 2015 fyrir

Listin að vera einn.

Tilnefning: Íslensku þýðingarverðlaunin 2018 fyrir

Sorgin í fyrstu persónu.

Tilnefning: Maístjarnan 2021 fyrir

Draumstol.

Tilnefning: Frönsku Médicis-verðlaunin 2022 fyrir Sorgarmarsinn.

Maístjarnan 2024 fyrir

Dulstirni & Meðan glerið sefur.

Sænsku Tranströ­mer ljóðaverðlaunin 2024.

Tilnefning: Íslensku þýðingarverðlaunin 2024 fyrir

Undir eplatréinu eftir Olav H. Hauge.

AÐRAR VEFSÍÐUR

wikipedia

Þarna er að finna nokkrar grunnupplýsingar um Gyrði Elíasson og upptalingu á verkum hans að hætti Wikipedia.

Á þessari vefsíðu er fjallað um Gyrði á ensku og farið yfir feril hans að hluta.

MIS
Bokmenntatorg

Mjög yfirgripsmikil síða um Gyrði og hans verk. Æviágrip, ritskrá, umfjallanir, greinar og fleira.

Þessi vefsíða er tileinkuð smámyndum eftir skáldið Gyrði Elíasson en hann hefur einnig fengist við að mála við góðan orðstír. Myndirnar eru málaðar á pappír, ýmist með vatns- eða akrýllitum.

malverk Gyrðis
News and Events

HAFA SAMBAND

Hægt er að hafa samband við Gyrði á eftirfarandi hátt:

Sími: 618 3813 | Tölvupóstur: gyrdire@gmail.com 

Útgefandi bóka Gyrðis er Dimma útgáfa:

Ritvél

Sími: 897 5521 | Tölvupóstur: dimma@dimma.is | Vefsíða: dimma.is

Vefsíðugerð og umsjón: Nökkvi Elíasson

Sími: 694 2645 | Tölvupóstur: nokkvie@gmail.com

Contact
2024 VEFSÍÐUGERÐ OG UMSJÓN: NÖKKVI ELÍASSON
bottom of page